
Leikjaprógram fyrir Gatorademótið 2025 má finna í meðfylgjandi skjali. Athugið að niðurröðun á velli verður bætt við skjalið um miðjan dag á morgun (fimmtudag). Allir vellir eru á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum.
Fyrirkomulag mótsins:
Drengir og B-lið stúlkna:
Styrkleikar spila í tveimur fjögurra liða riðlum. Að lokinni heilli umferð (3 leikjum) þá er spilað krossspil milli riðla. Lið í sætum 1 og 2 í riðli 1, spila í kross við lið í sömu sætum í riðli 2, upp á að komast í úrslitaleik. Lið 3 og 4 gera hið sama til komast í leik um 5 sæti.
A-lið stúlkna:
Spilað er í tveimur þriggja liða deildum. Á föstudegi er spiluð heil umferð og eftir hana er raðað í deild fyrir laugardaginn. Eftir föstudaginn fellur liðið í 3 sæti í 1. deild niður í 2. deild og liðið í 1. sæti í deild 2 fer upp í 1. deild.
Eftir laugardaginn er svo raðað í úrslitaleikina sem fara fram á sunnudaginn. Fyrstu tvö sætin í 1.deild frá laugardegi spila til úrslita á sunnudegi, liðið í þriðja sæti í 1.deild og fyrsta sæti í 2. deild spila um þriðja sæti, og að lokum spila liðin í öðru sæti og þriðja sæti í 2.deild um 5.sæti í A-liða keppni.