Um Gatorademótið

Um Gatorade mótið

Gatorade mótið er nýtt mót fyrir yngra ár fjórða flokks karla og bæði ár fjórða flokks kvenna sem haldið verður dagana 8. - 10. ágúst. Mótið er haldið á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum, gisting verður í Grundaskóla, skemmtanir og matur munu fara fram í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. Þannig að allt mótið mun fara fram á um eins kílómeters radíus.

Spilaðir eru 5. leikir á lið. Spilaður er 1. leikur á föstudegi, 2. leikir á laugardegi og 2. leikir á sunnudegi.

Skráningargjald er 15.000 kr á hvert lið.
Þátttökugjald er 25.000 krónur á mann. Innifalið í því verði er gisting, matur og mótið.

Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279
Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang [email protected]

Spilaður er 11. manna bolti.
Leiktími er 2*25 mínutur.

Frekari upplýsingar á [email protected]

Skráningarfrestur á mótið er 15. apríl 2025
Lokafrestur til að borga þáttökugjald er 15. maí 2025

Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279

Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang [email protected]

Aðstaðan

Mótið fer fram á Jaðarsbökkum, en þar er gríðarstórt útisvæði hannað fyrir iðkun knattspyrnu. Einnig er Akraneshöllin mikið notuð á mótinu þar sem gæði vallar og aðstöðu eru til fyrirmyndar.

Gistiaðstaða fyrir keppendur er í Grundarskóla. Þar að auki eru tjaldsvæði í bænum sem standa til boða.

Í bænum má svo finna gott úrval verslana og veitingastaða, sjúkraþjónustu, og útivist sem mun fylla dag þeirra fjölskyldna sem fylgja með á mótið.