Gisting keppenda er í Grundaskóla/húsnæði á vegum Akranesbæjar. 


Skipulag gistingar er birt á heimasíðu og í upplýsingahandbók rétt fyrir mót. Mikilvægt er að fá að vita tveimur vikum fyrir mót hversu margir keppendur frá hverju félagi verða í gistingu í skóla, til að nýta húsnæðið sem best.  


Hvert félag fær úthlutað ákveðnum fjölda kennslustofa eftir þátttökufjölda keppenda og skal sjá um að skipta liðunum sínu í stofurnar. Miðað er við að ekki gisti fleiri en 1-2 forráðamenn/fararstjórar félaga inn í hverri stofu. Fjöldi í hverri stofu eru um 20. Mjög gott er að lið komi sér fyrir á gististöðum áður en keppni hefst.


Tvíbreiðar dýnur eru bannaðar á gististöðum, aðeins leyfilegt að vera t.d. með einbreiðar vindsængur. Mælst er til þess að liðsstjórar/fararstjórar séu með iðkendum inni á gististöðum og skipti með sér vöktum. Mjög gott er að setja upp vaktaplan hjá hverju liði. 


Gististaðir opna kl. 8:00 á föstudegi.   


Gistireglur gera ráð fyrir að ró sé komin á gististaði fyrir kl. 22 öll kvöld. Hlaup eru bönnuð á göngunum. Vakt er í skólanum allan sólarhringinn. 


Í lok móts skal ganga snyrtilega frá gististaðnum fyrir kl. 11 á sunnudag, skilja skal við stofurnar eins og tekið var við þeim.