Hvað er langt í næsta mót?

Gatorademótið 2025 verður 8. - 10. ágúst

:
:
:
Days
Hours
Minutes
Seconds

Mótið er byrjað!

Úr ykkar félögum eru lið sem að leika til úrslita á Gatorademótinu 2025. Við viljum leggja mikinn metnað upp úr að gera upplifun krakkana sem allra besta. Liðin fá klefa inn í nýja íþróttahúsinu en inngangurinn þar inn er á móti inngangnum í sundlaugina – farið niður stigann og ykkur verður vísað í klefa.

Klefar verða lausir fyrir liðin 45 mínútum fyrir leik

 

·        B úrslit kvk 09:00: KF/Dalvík – Fylkir. Klefar lausir 08:15

·        A úrslit kvk 10:15: Fjölnir – Fylkir. Klefar lausir 09:30

·        A úrslit kk 11:30: FH – Breiðablik. Klefar lausir 10:45

·        B úrslit kk 12:45: FH – Haukar. Klefar lausir 12:00

·        C úrslit kk 14:00: Stjarnan – Breiðablik. Klefar lausir 12:45

 

Upphitun liðana fer fram á hliðarlínu en þegar 10 mínútur eru í leik viljum við biðja liðin um að fara aftur í klefana þar til dómari nær í þau.

Mikilvægt er að senda nafnalista ( fullt nafn ), keppnisnúmer og hver sé fyrirliði á tölvupóstinn [email protected] og að sjálfsögðu taka fram hvaða lið sé verið að senda upplýsingar um.

Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á youtube – rás ÍA-TV, með lýsara og fullri grafík. Endilega koma því áleiðis innan ykkar félaga.

 

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!


Gatorademótið 2025 – Mótsdagur 2

Mikilvægir punktar dagsins:

Úrslit leikja & staða í riðlum uppfærast reglulega og má finna hér: https://www.gatorademot.is/leikir-og-%C3%BArslit

Ball í Grundaskóla – frá kl. 20:30 til 22:30

Fram koma:

• DJ Marinó

• Hubbabubba

• Maron Birnir


Mikilvægar upplýsingar fyrir ballið:

• Allir þátttakendur fá stimpil í kvöldmat sem þarf að sýna við inngang á ballið.

• Einn liðstjóri/fararstjóri SKAL fylgja hverju liði inn.

• Mikilvægt er að allt liðið komi saman inn á ballið.

Minnum ykkur á að biðja krakkana um að sýna góða framkomu og ganga vel um.



Við hlökkum til að sjá ykkur í frábærri stemningu bæði á vellinum og í Grundaskóla í kvöld!


Gagnlegar upplýsingar!


Mataróþol, þeir sem eru með mataróþol fylla hér inn, þarf helst að fylla út fyrir 17 (fimmtudagur) í dag:

https://docs.google.com/.../1onQxVG.../edit...


Tilboð af afþreyingu á meðan móti stendur er hjá:


Keilusalurinn

Keilusalurinn býður upp á tilboð 15þ. á hvert lið sem að væri þá í 1 klst. í keilu.

Bókanir fara fram á netfangi [email protected] eða í síma 869 4748

https://keilusalurinn.is/


Hoppland

Hoppland býður keppendum mótsins aðgang í Hoppland + leigu á blautbúning á 3500kr í stað 4500kr.

Hoppland bíður upp á eitt skemmtilegasta hópefli landsins þar sem krakkarnir hvetja hvort annað í að fara út fyrir þægindarammann.

Svo þegar að mótið endar 10 ágúst erum við með Íslandsmótið í dauðadýfum.

Keppnin byrjar kl 16 og er þetta frí skemmtun fyrir alla áhorfendur. Það væri gaman að fá sem flesta til að horfa á það, sérstaklega þar sem að dauðadýfur er íþrótt sem er jafn skemmtilegt að horfa á eins og að taka þátt.

Bókanir fara fram á https://www.hoppland.is/


Bönkerinn

50% afsláttur fyrir keppendur

Erum ekki með golfkylfur - þeir sem bóka verða að koma með kylfur.

Allar bókanir á https://bonkerinn.is/


Skráning í sund fer fram hér, laugardagsskráningin kemur inn á föstudagskvöld.

https://docs.google.com/.../13hnhFKE.../edit...


Hlökkum til að sjá ykkur!



Leikjaprógram fyrir Gatorademótið 2025 má finna í meðfylgjandi skjali. Athugið að niðurröðun á velli verður bætt við skjalið um miðjan dag á morgun (fimmtudag). Allir vellir eru á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum.

 

Fyrirkomulag mótsins:

 

Drengir og B-lið stúlkna:

Styrkleikar spila í tveimur fjögurra liða riðlum. Að lokinni heilli umferð (3 leikjum) þá er spilað krossspil milli riðla. Lið í sætum 1 og 2 í riðli 1, spila í kross við lið í sömu sætum í riðli 2, upp á að komast í úrslitaleik. Lið 3 og 4 gera hið sama til komast í leik um 5 sæti.




 

A-lið stúlkna:

Spilað er í tveimur þriggja liða deildum. Á föstudegi er spiluð heil umferð og eftir hana er raðað í deild fyrir laugardaginn. Eftir föstudaginn fellur liðið í 3 sæti í 1. deild niður í 2. deild og liðið í 1. sæti í deild 2 fer upp í 1. deild.

Eftir laugardaginn er svo raðað í úrslitaleikina sem fara fram á sunnudaginn. Fyrstu tvö sætin í 1.deild frá laugardegi spila til úrslita á sunnudegi, liðið í þriðja sæti í 1.deild og fyrsta sæti í 2. deild spila um þriðja sæti, og að lokum spila liðin í öðru sæti og þriðja sæti í 2.deild um 5.sæti í A-liða keppni.



Gatorade mót 2025


Gatorade mótið er nýtt mót fyrir yngra ár fjórða flokks karla og bæði ár fjórða flokks kvenna sem haldið verður dagana 8. - 10. ágúst. Mótið er haldið á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum, gisting, skemmtanir og matur verða í Grundaskóla. Þannig að allt mótið mun fara fram á um eins kílómeters radíus.


Spilaðir eru 5. leikir á lið. Spilaður er 1. leikur á föstudegi, 2. leikir á laugardegi og 2. leikir á sunnudegi.


Skráningargjald er 15.000 kr á hvert lið.

Þátttökugjald er 25.000 krónur á mann. Innifalið í því verði er gisting, matur og mótið.


Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279

Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang [email protected]


Spilaður er 11. manna bolti.


Leiktími er 2*25 mínutur.


Frekari upplýsingar á [email protected] og á Facebook síðu mótsins.


Skráningarfrestur á mótið er 15. apríl 2025

Lokafrestur til að borga þáttökugjald er 15. maí 2025


Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279

Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang [email protected]


Staðsetning

Gatorade mótið fer fram á svæði Jaðarsbakka ár hvert. Um er að ræða bæði útisvæði sem og Akraneshöllina.
Gistingin er hinum megin við götuna, í Grundaskóla. Þar er mötuneytið og ballið.
Sundlaugin á sama bletti sömuleiðis. Allt á einum stað.

Gatorade / Ölgerðin 

Gatorade / Ölgerðin er aðalstyrkataðili mótsins. 
Við hjá Knattspyrnufélagi Í.A. þökkum Ölgerðinni dyggan stuðning.